Já veit að ég er löt að skrifa

Já er búin að vera soldið löt við að skrifa undanfarið. Það eru búin að vera svo mikil veikindi í kringum mig en ég hef sloppið ennþá sem betur fer.

Ég fékk gítar gefins um daginn og var ekkert smá glöð. Er búin að óska þess að eiga gítar lengi en vá hvað ég er mikill auli. Það átti að vera kennsla á disk sem fylgdi með og ég setti hann í tölvuna og fór í það að reyna að stilla gítarinn.  Það kom einhver kall og sagði að hann myndi nú kenna mér hitt og þetta í kringum gítar og svo bara slokknaði á disknum. Ég var mikið að spá hvort að hann ætli nú ekki að kenna mér að stilla hann en gat bara ekki fundið það á disknum. Svo ég fór að reyna sjálf en vissi hreinlega ekki hvaða nótur ættu að vera á hverjum streng svo að þetta gekk nú ekki beint vel.Devil Það sko fylgdi með svona stillitæki svo að þetta á að vera mjög auðvelt sko hehe en ekki fyrir hana mig. Svo fór ég að skoða betur þennan disk og fann hvernig maður á að stilla og þetta vesen tók mig heilt kvöld.Blush En tókst fyrir rest en ekki með hjálp hennar Guðný. Hún á nefnilega barnagítar sem er með lögum og ruglaði alltaf stillitækið.

En núna ætla ég ekki að skrifa meira í bili.

bestu kveðjur Regína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Heyhey,gaman að fá þig hingað..Ég vissi ekki að þú spilaðir á gítar,Vonandi tekst þér að stilla gripin..Kv

Guðný Einarsdóttir, 19.2.2008 kl. 00:26

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Verð eiginlega að taka undir með þér, þú ert löt að skrifa gæskan

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.2.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband