Það er nú búin að vera soldið löng pása hjá mér hérna en ég ætla að reyna að bæta úr því.
Það var dálítið kalt úti á spáni en samt rosalega gaman. Við vorum bara að slaka á og dúlla okkur í dýragörðum og versla Við gátum þó farið smá á ströndina og Guðný fór í sjóinn og reyndar ég líka og það var hrikalega kalt. En samt gaman að busla smá. Við náðum að brenna allavega.
Rétt áður en við komum heim þá varð afi minn lífshættulega veikur og lést svo 18.apríl. Það var verið að jarða hann í dag og var þetta mjög falleg athöfn.
Svo var ferð hjá kvennakórnum á kvennakóramót á Höfn á hornafirði 25-27 apríl og það var rosalega gaman. Þær stóðu sig svo vel þessar skvísur á Höfn, já og kallarnir þeirra ekkert smá duglegir.
En jæja ekki meira í bili. Já og Valli, ég skal reyna að vera duglegri við þetta
Bestu kveðjur
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo er það bara sumarið á Íslandi næst stefnan er tekin á Selfoss í verslunar leiðangur á föstudaginn,þarf að koma í búðina til þín fyrir múttu,
Guðný Einarsdóttir, 28.4.2008 kl. 23:12
Verð nú örugglega ekki að vinna en verð kannski á staðnum.
ég (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.