Leyndarmálið

Nú er ég að lesa Leyndarmálið og hún er mjög áhugaverð. Það eiginlega gefur augaleið að ef maður hugsar jákvætt og er bjartsýnn þá er lífið miklu þægilegra og maður dregur að sér betri hluti og fólk. En maður þarf samt að hugsa alltaf um þetta og dragast ekki niðrí leiðinda hugsanir.

En svona í annað þá þarf ég líklega að selja litla Senegalinn minn hana PínóCrying það er soldið erfið ákvörðun en ef ég verð svona mikið á ferðinni og ætla að reyna að flytja til spánar þá gengur ekki allveg að vera með hana greyið. Hún þarf að eignast heimili þar sem einhver getur hugsað vel um hana alltaf. Hún er nú allveg yndisleg greyið en er meira fyrir kvk en kk en hún samt er ekki vel við allar kvk. 

Oliver er nú líka að spá í að selja africaninn sinn og það er eiginlega erfiðari ákvörðun því að hann er svo mikið barn og er svo háður honum. Hann er bara að verða 1 árs í mars og er rosa duglegur.

Ég veit ekki hvað verður úr þessu hjá okkur en það verður bara að koma í ljós. Þetta eru náttúrlega dýrir fuglar og ekki í færi allra að kaupa svona en við verðum bara að sjá til.

En nú ælta ég að fara að horfa á Leyndarmálið og reyna að fara breyta lífi mínu til hins betra. Svo ætla ég að athuga með vinningsmiðann minn hjá HHI.

Þangað til næst. " ef þú sérð það innra með þér muntu síðar hafa það í hendi þér"

Kveðja RR

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband