Já veit að ég er löt að skrifa

Já er búin að vera soldið löt við að skrifa undanfarið. Það eru búin að vera svo mikil veikindi í kringum mig en ég hef sloppið ennþá sem betur fer.

Ég fékk gítar gefins um daginn og var ekkert smá glöð. Er búin að óska þess að eiga gítar lengi en vá hvað ég er mikill auli. Það átti að vera kennsla á disk sem fylgdi með og ég setti hann í tölvuna og fór í það að reyna að stilla gítarinn.  Það kom einhver kall og sagði að hann myndi nú kenna mér hitt og þetta í kringum gítar og svo bara slokknaði á disknum. Ég var mikið að spá hvort að hann ætli nú ekki að kenna mér að stilla hann en gat bara ekki fundið það á disknum. Svo ég fór að reyna sjálf en vissi hreinlega ekki hvaða nótur ættu að vera á hverjum streng svo að þetta gekk nú ekki beint vel.Devil Það sko fylgdi með svona stillitæki svo að þetta á að vera mjög auðvelt sko hehe en ekki fyrir hana mig. Svo fór ég að skoða betur þennan disk og fann hvernig maður á að stilla og þetta vesen tók mig heilt kvöld.Blush En tókst fyrir rest en ekki með hjálp hennar Guðný. Hún á nefnilega barnagítar sem er með lögum og ruglaði alltaf stillitækið.

En núna ætla ég ekki að skrifa meira í bili.

bestu kveðjur Regína


Leyndarmálið

Nú er ég að lesa Leyndarmálið og hún er mjög áhugaverð. Það eiginlega gefur augaleið að ef maður hugsar jákvætt og er bjartsýnn þá er lífið miklu þægilegra og maður dregur að sér betri hluti og fólk. En maður þarf samt að hugsa alltaf um þetta og dragast ekki niðrí leiðinda hugsanir.

En svona í annað þá þarf ég líklega að selja litla Senegalinn minn hana PínóCrying það er soldið erfið ákvörðun en ef ég verð svona mikið á ferðinni og ætla að reyna að flytja til spánar þá gengur ekki allveg að vera með hana greyið. Hún þarf að eignast heimili þar sem einhver getur hugsað vel um hana alltaf. Hún er nú allveg yndisleg greyið en er meira fyrir kvk en kk en hún samt er ekki vel við allar kvk. 

Oliver er nú líka að spá í að selja africaninn sinn og það er eiginlega erfiðari ákvörðun því að hann er svo mikið barn og er svo háður honum. Hann er bara að verða 1 árs í mars og er rosa duglegur.

Ég veit ekki hvað verður úr þessu hjá okkur en það verður bara að koma í ljós. Þetta eru náttúrlega dýrir fuglar og ekki í færi allra að kaupa svona en við verðum bara að sjá til.

En nú ælta ég að fara að horfa á Leyndarmálið og reyna að fara breyta lífi mínu til hins betra. Svo ætla ég að athuga með vinningsmiðann minn hjá HHI.

Þangað til næst. " ef þú sérð það innra með þér muntu síðar hafa það í hendi þér"

Kveðja RR

 


Myndaalbúm!!??

Já og ég ætla að reyna að setja inn myndir í kvöld. Vonandi að það gangi vel.

Kv. RR


Þá er kórstarfið byrjað.

Ohhh hvað það var gott að allt komst í réttar skorður aftur, svona eftir jólin. Kórinn að byrja og spennandi vor framundan. Það á að halda áfram að taka upp á geisladisk í mars og svo er kvennakóramót í apríl.  Það verður örugglega rosalega gaman. Það verður haldið á Höfn í hornafirði og verðum við á hóteli.

Svo á gospel kórinn að byrja í endann jan og það er ekki víst að ég geti verið í honum þessa vorönnPinchCrying því að ég er að fara til spánar 29. mars eins og ég var víst búin að segja held égBlush og þá er ekki víst að tónleikarnir verði búnir. Síðasta æfingin er nefnilega 27. mars og þá eru eftir tónleikar. Það verður ömurlegt ef ég get ekki verið með. Mig var farið að hlakka svo til. En svona er þetta bara, það er ekki hægt að gera alltFrown

Hrefna kom á selfoss áðan og fór í klippingu og litun. Hún bara varð því að það var komin svo mikil rótW00t Svo fórum við aðeins á útsöluna í Nóatúni og versluðum smá Blush á hana.  En jæja held að ég láti þetta bara nægja núna.

Kv. Regína


Vá maður, þynnka dauðans

Jæja þá eru jólin búin og þau búin að vera rosalega róleg þetta árið. Ég byrjaði í danska kúrnum 3 jan og líkar ekki allveg þetta kanínufæði en kannski venst þetta.

 En Rakel sys kom í heimsókn í gærkvöldi og náði að draga  mig á ball á Stokkseyri. Ég fékk mér í glas og drakk soldið mikið og er búin að vera þvílíkt veik í dag. Hræðilegt að maður skuli gera sér þetta. Ég held að ég hætti bara aftur að drekka, þetta gengur ekki.

En ekki meira núna

Kveðja Regína


Ný bloggsíða

Hellú allir.

Gleðilegt ár og takk fyrir gamla. Vonandi hafið þið það gott á nýju ári.

Ég er að reyna að fara að blogga meira og skipti um síðu. Það kemur í ljós hvað ég nenni að gera þetta lengi.

Jólin eru búin að vera frekar róleg hjá okkur sem var mjög gott miðað við brjálæðið í dýrabúðinni fyrir jól. Við vorum bara heima á áramótunum með alla krakkana eða allavega þangað til að Alexander fór út á djammið. Hrefna er búin að vera hjá okkur eiginlega allt jólafríið en var að fara til ömmu sinnar í dag að hjálpa Rakel sys með hestana.

Við erum að fara til spánar 29. mars til 16. apríl og förum til Torrevieja eins og alltaf. Ég ælta að fara að skoða hverfi og skóla og svoleiðis til að athuga hvar ég myndi vilja búa því að ég mun flytja þangað, bara spurning hvenær.

Jæja ekki meira í bili

Kveðja Regína


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband